Kristur mér Auk þú enn elsku til þín

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Örn Friðriksson

Kristur, mér auk þú enn
elsku til þín.
Sú er í lotning ljúf
löngunin mín.
Heyr þetta hjartans mál:
Heit verði í minni sál
elskan til þín,
elskan til þín.

Heimsgæðin fánýt fyrr
freistuðu mín.
Beinist nú bæn og þrá,
bróðir, til þín.
Óskin mín eina er sú:
Eflist í von og trú
elskan til þín,
elskan til þín.

Það sé mín hinst í heim
hugbót og þrá,
launarinn ljúfi,
þér lofgjörð að tjá.
Aukist, er ævin þver,
enn meir í hjarta mér
elskan til þín,
elskan til þín.